Órói kominn á markaði á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2016 07:00 Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna vísir/getty Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00