Hundruð starfsmanna í fataverksmiðjum sagt upp eftir mótmæli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 18:09 Starfsmenn verksmiðjanna mótmæla. Vísir/EPA Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira