Lögmannsstofa Steinars fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 08:00 Steinar Þór Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi Lindarhvols. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lindarhvols. Þar segir að stjórn félagsins hafi gert samning við lögmannsstofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl 2016 um að annast „þjónustu vegna umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim stöðugleikaeignum sem voru umsjá félagsins“. Samtals nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 56,5 milljónum í fyrra. Steinar Þór, sem var formaður skilanefndar slitabús Kaupþings á árunum 2008 til 2012, hefur meðal annars haft það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við söluferli á hlut Kaupþings í Arion banka á undanförnum misserum. Þannig situr Steinar, sem sérstakur eftirlitsmaður fyrir hönd stjórnvalda, alla fundi stjórnar Kaupþings þar sem söluferli bankans er til umræðu. Þá hefur Steinar einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga sem voru framseld til Lindarhvols sem hluti af stöðugleikaframlagi gömlu bankanna. Við upphaf starfsemi Lindarhvols nam bókfært virði stöðugleikaeigna ríflega 162 milljörðum en helmingur þeirra eigna var skuldabréf útgefið af Kaupþingi til íslenska ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku, kom fram að frá framsali stöðugleikaeigna og fram til ágústloka 2017 hafa greiðslur inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs, ásamt greiðslum inn á reikninga dótturfélaga, numið samtals um 140 milljörðum. Enn eru umtalsverðar eignir í umsýslu Lindarhvols, að stærstum hluta lánaeignir, en áætlað er að unnt verði að slíta starfsemi félagsins á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Kauphöllin Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lindarhvols. Þar segir að stjórn félagsins hafi gert samning við lögmannsstofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl 2016 um að annast „þjónustu vegna umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim stöðugleikaeignum sem voru umsjá félagsins“. Samtals nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 56,5 milljónum í fyrra. Steinar Þór, sem var formaður skilanefndar slitabús Kaupþings á árunum 2008 til 2012, hefur meðal annars haft það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við söluferli á hlut Kaupþings í Arion banka á undanförnum misserum. Þannig situr Steinar, sem sérstakur eftirlitsmaður fyrir hönd stjórnvalda, alla fundi stjórnar Kaupþings þar sem söluferli bankans er til umræðu. Þá hefur Steinar einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga sem voru framseld til Lindarhvols sem hluti af stöðugleikaframlagi gömlu bankanna. Við upphaf starfsemi Lindarhvols nam bókfært virði stöðugleikaeigna ríflega 162 milljörðum en helmingur þeirra eigna var skuldabréf útgefið af Kaupþingi til íslenska ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku, kom fram að frá framsali stöðugleikaeigna og fram til ágústloka 2017 hafa greiðslur inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs, ásamt greiðslum inn á reikninga dótturfélaga, numið samtals um 140 milljörðum. Enn eru umtalsverðar eignir í umsýslu Lindarhvols, að stærstum hluta lánaeignir, en áætlað er að unnt verði að slíta starfsemi félagsins á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Kauphöllin Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira