H&M brennir meira af nýjum fatnaði en áður hefur komið fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2017 14:00 H&M er ein stærsta fataverslunarkeðja heims. Vísir/Getty Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld. Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld.
Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48