Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:15 Ómar segir ISAVIA freista þess að leggja stein í götu BaseParking. vísir/anton brink Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að geyma bifreiðar ferðalanga á leið úr landi og skila þeim aftur við heimkomu hefur kvartað undan hátterni ISAVIA til samkeppniseftirlitsins. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins að framkoma ISAVIA í garð þeirra stangist á við góða viðskiptahætti og í krafti stærðar sinnar leggi ríkisfyrirtækið stein í götu þeirra við hvert tækifæri. Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson reka fyrirtækið BaseParking ehf. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að starfsmenn hitta viðskiptavini sína fyrir framan flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför og taka við bifreið þeirra og aka henni í bílastæði á þeirra vegum við Ásbrú í Reykjanesbæ. Síðan aka þeir bifreiðinni að flugstöðinni og sækja viðkomandi við heimkomu. „Isavia á og rekur langtímabílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Eftir að starfsemi BaseParking hófst tók Isavia upp á þeirri nýbreytni að bjóða viðskiptavinum á langtímastæðum upp á að leggja bifreiðum þeirra fyrir þá gegn sérstöku gjaldi,“ segir í kvörtun BaseParking til samkeppniseftirlitsins sem send var þann 2. nóvember síðastliðinn. Ómar Þröstur segir þetta hvimleitt að þurfa að standa í stappi við þetta stóra fyrirtæki. Þarna séu bara á ferð tveir menn sem reyni að auka þjónustu við farþega flugvallarins. „Við erum aðeins að bæta þá þjónustu sem fyrir er og auðvelda ferðalöngum sem fara um völlinn lífið. Það ætti í sjálfu sér að vera keppikefli ISAVIA að þjónusta við farþega sé sem mest,“ segir Ómar Þröstur. Ómar bendir einnig á að kjarnastarfsemi ISAVIA er flugvallarrekstur. Fyrirtækið reyni hinsvegar að ýta þeim út til að sitja eitt að þessum markaði. „Þeir eru að leggja stein í götu okkar, það er augljóst. Þeir hafa reynt að reka okkur frá flugstöðvarbyggingunni, reynt að sekta okkur fyrir að nota í mjög skamma stund bílastæði nálægt flugvellinum og svo í ofanálag eru þeir farnir að bjóða upp á nákvæmlega sömu þjónustu og við erum að veita.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira