Endurkalla þurrmjólk í 83 löndum vegna salmonellu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 07:55 Vísir/EPA Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga.
Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24