Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 13:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira