Laganna menn á harðahlaupum undan Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 15:03 Hvorki lögmenn né dómarar þekkjast boð laganema um að koma og mæta Jóni Steinari á opnum fundi. Ekki Reimar, ekki Skúli, ekki Karl, ekki Benedikt og ekki Ingibjörg. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, gengst fyrir opnum fundi í HR í hádeginu á morgun. Til stendur að ræða efni bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og lögmanns; Með lognið í fangið. En nú bregður svo við að enginn þeirra sem Páll Magnús Pálsson, formaður málfundafélags Lögréttu, hefur reynt að fá til að flytja erindi á þeim fundi vill þekkjast boðið. „Ég hef haft samband við Karl Axelsson, Benedikt Bogason, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Skúla Magnússon og Reimar Pétursson, sem hefur eins og þú veist gagnrýnt bókina. Enginn af þessum einstaklingum hafði áhuga á að mæta á fundinn,“ segir Páll Magnús í samtali við Vísi.Bara þvert nei Páll Magnús segir að enginn nefndra hafi gefið upp neina ástæðu fyrir því hvers vegna þau gætu ekki eða vildu ekki mæta. „Bara þvert nei.“ Í boði Lögréttu segir að um sé að ræða málfund um lögfræðileg málefni líðandi stundar. „Gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæstarétt sem kemur fram í nýútgefinni bók hans, „Með lognið í fangið; Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“, hefur vakið mikla athygli laganema. Þá sérstaklega umfjöllun um óeðlileg afskipti Hæstaréttar af dómaraskipunum. Af þeirri ástæðu tel ég mikilvægt að einhver komi fram fyrir hönd dómara og svari þessari alvarlegu gagnrýni. Ég vil því bjóða þér að mæta á opinn fund í Háskólanum í Reykjavík, ásamt Jóni Steinari. Ef þú hefur áhuga á að mæta á slíkan fund verður tímasetning ákveðin eftir því sem ykkur Jóni hentar, en ég miða við að reyna að halda fundinn á allra næstu vikum. Ég yrði þakklátur ef þú gætir svarað þessu erindi sem fyrst,“ skrifar Páll Magnús kurteislega í boðsbréfi og sendir bestu kveðjur. En allt kemur fyrir ekki.Páll Magnús, formaður málfundafélags Lögréttu, furðar sig á því að enginn vilji mæta Jóni Steinari um efni nýlegrar bókar hans þar sem finna má harða gagnrýni á dómsstóla.En, hvað kemur til að þið viljið taka þetta efni til umfjöllunar á fundi Lögréttu? „Eftir að hafa lesið bók Jóns taldi ég efni hennar eiga brýnt erindi við laganema. Einnig finnst mér einkennileg þögnin sem hefur ríkt í fjölmiðlum um þá alvarlegu og rökstuddu gagnrýni sem Jón hefur sett fram,“ segir Páll. Blaðamaður Vísis verður reyndar að fá að halda því til haga að Vísir hefur fjallað ítarlega um bókina og vendingar henni tengdar. Eiginlega farið að bera í bakkafullan lækinn með það. „Já, en manni finnst einhvern veginn að svona alvarleg gagnrýni fyrrverandi hæstaréttardómara ætti að vekja aðeins meiri athygli og þá kannski að farið sé nánar í hlutina efnislega, sem hann ræðir í bókinni,“ segir laganeminn Páll Magnús og gefur ekkert eftir með það.Að vilja þegja gagnrýnina í hel Staðan er því sú að fundurinn verður þannig að formaðurinn býður gesti velkomna og Jón Steinar tekur svo við, án andmæla. En, viltu þá meina að Jón Steinar hafi kerfisbundið verið beittur þöggun af þeim sem ættu að láta sig málið varða? „Ég veit ekki alveg hvort ég myndi taka svo afdráttarlaust til orða. En mér hefur fundist ríkja svolítið áhugaleysi á þeirri gagnrýni sem Jón hefur sett fram. Og hann talar auðvitað mikið um þetta áhugaleysi í bókinni. Og ekki bara frá fjölmiðlum heldur dómurum sem hafa ekki séð ástæðu til að svara þessari alvarlegu gagnrýni á þeirra störf.Ef enginn svarar og leiðréttir tekur maður því sem Jón segir auðvitað sem sönnu. Eins og menn haldi að þeir geti þagað gagnrýnina í hel.“En, hvað heldur þú og þá jafnvel laganemar, að valdi þessari þögn um svo alvarlega gagnrýni og hann setur fram? Og, vel að merkja, þessa háværu þögn má greina bæði hjá dómarafélaginu sem og lögmannafélaginu. „Það sem mér dettur einna helst í hug er að menn treysti sér hreinlega ekki til að færa málefnalegar röksemdir fyrir svörum sínum. Þá vegna þess að eitthvað er til í gagnrýni Jóns. Annað getur maður ekki haldið á meðan enginn svarar eða gerir tilraun til að leiðrétta það sem kann að vera rangt.“Að lögmenn vilji eiga gott veður hjá dómurumOg þá að lögmenn vilja hugsanlega eiga gott veður hjá dómurum og veigra sér því við að taka undir með Jóni?„Þegar Jón óskaði eftir því við lögmannafélagið að haldinn yrði opinn fundur þar sem menn gætu gert grein fyrir því sem þeir teldu rangt í bókinni, var honum svarað eitthvað í þá átt að það væri dýrt að halda slíka fundi og Lögmannafélagið hefði bara ekki kost á því. Nú er ég að halda opinn fund og hef boðið fjölmörgum einstaklingum að koma, meðal annars frá lögmannafélaginu, en enginn hefur áhuga á að koma.Þannig virðast margir vera tilbúnir til að gagnrýna bókina á lokuðum fundum og halda því fram að í henni sé farið með rangt mál, en veigra sér samt við því að færa rök fyrir slíkum fullyrðingum á opinberum vettvangi.“Þannig að menn eru á hlaupum undan Jóni Steinari? „Svo virðist vera,“ segir Páll Magnús formaður málfundafélags Lögréttu. Dómsmál Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, gengst fyrir opnum fundi í HR í hádeginu á morgun. Til stendur að ræða efni bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og lögmanns; Með lognið í fangið. En nú bregður svo við að enginn þeirra sem Páll Magnús Pálsson, formaður málfundafélags Lögréttu, hefur reynt að fá til að flytja erindi á þeim fundi vill þekkjast boðið. „Ég hef haft samband við Karl Axelsson, Benedikt Bogason, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Skúla Magnússon og Reimar Pétursson, sem hefur eins og þú veist gagnrýnt bókina. Enginn af þessum einstaklingum hafði áhuga á að mæta á fundinn,“ segir Páll Magnús í samtali við Vísi.Bara þvert nei Páll Magnús segir að enginn nefndra hafi gefið upp neina ástæðu fyrir því hvers vegna þau gætu ekki eða vildu ekki mæta. „Bara þvert nei.“ Í boði Lögréttu segir að um sé að ræða málfund um lögfræðileg málefni líðandi stundar. „Gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæstarétt sem kemur fram í nýútgefinni bók hans, „Með lognið í fangið; Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“, hefur vakið mikla athygli laganema. Þá sérstaklega umfjöllun um óeðlileg afskipti Hæstaréttar af dómaraskipunum. Af þeirri ástæðu tel ég mikilvægt að einhver komi fram fyrir hönd dómara og svari þessari alvarlegu gagnrýni. Ég vil því bjóða þér að mæta á opinn fund í Háskólanum í Reykjavík, ásamt Jóni Steinari. Ef þú hefur áhuga á að mæta á slíkan fund verður tímasetning ákveðin eftir því sem ykkur Jóni hentar, en ég miða við að reyna að halda fundinn á allra næstu vikum. Ég yrði þakklátur ef þú gætir svarað þessu erindi sem fyrst,“ skrifar Páll Magnús kurteislega í boðsbréfi og sendir bestu kveðjur. En allt kemur fyrir ekki.Páll Magnús, formaður málfundafélags Lögréttu, furðar sig á því að enginn vilji mæta Jóni Steinari um efni nýlegrar bókar hans þar sem finna má harða gagnrýni á dómsstóla.En, hvað kemur til að þið viljið taka þetta efni til umfjöllunar á fundi Lögréttu? „Eftir að hafa lesið bók Jóns taldi ég efni hennar eiga brýnt erindi við laganema. Einnig finnst mér einkennileg þögnin sem hefur ríkt í fjölmiðlum um þá alvarlegu og rökstuddu gagnrýni sem Jón hefur sett fram,“ segir Páll. Blaðamaður Vísis verður reyndar að fá að halda því til haga að Vísir hefur fjallað ítarlega um bókina og vendingar henni tengdar. Eiginlega farið að bera í bakkafullan lækinn með það. „Já, en manni finnst einhvern veginn að svona alvarleg gagnrýni fyrrverandi hæstaréttardómara ætti að vekja aðeins meiri athygli og þá kannski að farið sé nánar í hlutina efnislega, sem hann ræðir í bókinni,“ segir laganeminn Páll Magnús og gefur ekkert eftir með það.Að vilja þegja gagnrýnina í hel Staðan er því sú að fundurinn verður þannig að formaðurinn býður gesti velkomna og Jón Steinar tekur svo við, án andmæla. En, viltu þá meina að Jón Steinar hafi kerfisbundið verið beittur þöggun af þeim sem ættu að láta sig málið varða? „Ég veit ekki alveg hvort ég myndi taka svo afdráttarlaust til orða. En mér hefur fundist ríkja svolítið áhugaleysi á þeirri gagnrýni sem Jón hefur sett fram. Og hann talar auðvitað mikið um þetta áhugaleysi í bókinni. Og ekki bara frá fjölmiðlum heldur dómurum sem hafa ekki séð ástæðu til að svara þessari alvarlegu gagnrýni á þeirra störf.Ef enginn svarar og leiðréttir tekur maður því sem Jón segir auðvitað sem sönnu. Eins og menn haldi að þeir geti þagað gagnrýnina í hel.“En, hvað heldur þú og þá jafnvel laganemar, að valdi þessari þögn um svo alvarlega gagnrýni og hann setur fram? Og, vel að merkja, þessa háværu þögn má greina bæði hjá dómarafélaginu sem og lögmannafélaginu. „Það sem mér dettur einna helst í hug er að menn treysti sér hreinlega ekki til að færa málefnalegar röksemdir fyrir svörum sínum. Þá vegna þess að eitthvað er til í gagnrýni Jóns. Annað getur maður ekki haldið á meðan enginn svarar eða gerir tilraun til að leiðrétta það sem kann að vera rangt.“Að lögmenn vilji eiga gott veður hjá dómurumOg þá að lögmenn vilja hugsanlega eiga gott veður hjá dómurum og veigra sér því við að taka undir með Jóni?„Þegar Jón óskaði eftir því við lögmannafélagið að haldinn yrði opinn fundur þar sem menn gætu gert grein fyrir því sem þeir teldu rangt í bókinni, var honum svarað eitthvað í þá átt að það væri dýrt að halda slíka fundi og Lögmannafélagið hefði bara ekki kost á því. Nú er ég að halda opinn fund og hef boðið fjölmörgum einstaklingum að koma, meðal annars frá lögmannafélaginu, en enginn hefur áhuga á að koma.Þannig virðast margir vera tilbúnir til að gagnrýna bókina á lokuðum fundum og halda því fram að í henni sé farið með rangt mál, en veigra sér samt við því að færa rök fyrir slíkum fullyrðingum á opinberum vettvangi.“Þannig að menn eru á hlaupum undan Jóni Steinari? „Svo virðist vera,“ segir Páll Magnús formaður málfundafélags Lögréttu.
Dómsmál Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22
Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45