„Hver er næstur?“ Trump grínast með óreiðu innan Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 13:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill losna við starfsmenn sem hafa haldið aftur af honum. Vísir/Getty Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent