Refsa Rússum fyrir afskiptin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2018 16:28 Steve Mnuchin og Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52