Afgangur næsta árs áfram fastur í gólfum fjármálastefnunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 20:18 Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Í umræðunni er fjármálaáætlun og fjármálastefnu stundum blandað saman en þetta er sitt hvor hluturinn. Fjármálastefna er stefna ríkisstjórnarinnar um markmið í opinberum fjármálum sem gildir til fimm ára og er lögð fram eins fljótt og verða má eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Þar er lýst markmiðum um afkomu sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjármálaáætlun gildir líka til fimm ára en er endurskoðuð árlega og felur í sér greiningu á stöðu efnahagsmála, nánari sundurliðun á markmiðum fjármálastefnu í krónum og umfjöllun um hvernig markmiðunum verði náð. Áætlunin sem kynnt er í dag gerir ráð fyrir að fjárfestingar í innviðum aukist um 13 milljarða króna á næsta ári og nái hámarki árið 2021. Ríkisstjórnin segir að fjárfesting í því sem hún fellir undir innviði muni nema 338 milljörðum króna á tímabilinu 2019-2023. „Í fyrsta lagi endurspeglar þetta þær áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmálanum, sem er það sem þessi ríkisstjórn var mynduð um, sem er uppbygging samfélagslegra innviða og að tryggja að sú efnahagslega hagsæld sem hefur verið hér á landi á undanförnum árum skili sér í þágu almennings í landinu. Svo vil ég nefna að við erum að horfa sérstaklega til umhverfismála, annars vegar náttúruverndar og það að byggja hér upp innviði þeirra náttúruperla sem eru í umsjón ríkisins þar sem er mikil þörf. Og svo auðvitað fjármögnun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem er gríðarlega mikilvægt verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að aukning ríkisútgjalda að raungildi nemi 5 prósentum milli áranna 2018 og 2019 sé miðað við fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs. Þess má geta að raunvöxtur útgjalda ríkisins milli áranna 2016 og 2017 var 8,5 prósent sem var talsvert hátt í sögulegu samhengi. „Tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað“ Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangurinn á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári sem er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. „Það er bara nokkuð góður afgangur því mið alveg halda fram að tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað. En þegar við horfum á stóru myndina og þær áherslur sem við höfum verið að fylgja undanfarin ár með gríðarlegum uppgreiðslum skulda og hvernig skuldahlutföll ríkisins eru að breytast þá tel ég að við séum hér með ríkisfjármálaáætlun sem stenst öll viðmið opinberra fjármála,“ segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt lögum um opinber fjármál þarf svokallaður heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil ávallt að vera jákvæður og árlegur halli má aldrei fara yfir 2,5 prósent. En samkvæmt lögunum þarf fjármálaáætlunin að fylgja fjármálastefnunni. Stefnan gerir ráð fyrir 1 prósents afgangi. Eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi í álitsgerð sinni um fjármálaáætlun 2018-2022 var að afgangurinn væri aðeins 1 prósent. „Afkoma hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er föst í gólfum fjármálastefnunnar á svo til öllu áætlunartímabilinu og á næsta ári nær áætlunin ekki markmiði um heildarafkomu hins opinbera. Slíkt eykur ekki trúverðugleika umgjarðar opinberra fjármála,“ segir í álitsgerðinni. Þarna var ráðið að benda á að afgangurinn var eins lítill og ríkisstjórnin gat komist upp með ef hún ætlaði að fylgja fjármálastefnunni enda þarf fjármálaáætlun að vera í samræmi við samþykkta fjármálastefnu samkvæmt lögum um opinber fjármál. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið mark á þessari gagnrýni fjármálaráðs eða ekki talið sig þurfa að bregðast við henni því afgangur næsta árs verður áfram fastur við gólf fjármálastefnunnar. Þetta var eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi. Að afgangurinn væri við gólf fjármálastefnunnar. Þarf ekki lítið út af að bregða í hagvaxtarspánni svo staðan breytist til hins verra fyrir ríkissjóð? „Það myndi þá kalla á viðbrögð frá stjórnvöldum. Ef hagvaxtarspár breytast til hins verra þá kallar það á að við bregðumst við með viðeigandi hætti. En eins og sakir standa eru horfurnar nokkuð góðar. Bæði í ríkisfjármálunum almennt en einnig hvað varðar hagspána inn í framtíðina,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Alþingi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. Fyrsta fjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Í umræðunni er fjármálaáætlun og fjármálastefnu stundum blandað saman en þetta er sitt hvor hluturinn. Fjármálastefna er stefna ríkisstjórnarinnar um markmið í opinberum fjármálum sem gildir til fimm ára og er lögð fram eins fljótt og verða má eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Þar er lýst markmiðum um afkomu sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjármálaáætlun gildir líka til fimm ára en er endurskoðuð árlega og felur í sér greiningu á stöðu efnahagsmála, nánari sundurliðun á markmiðum fjármálastefnu í krónum og umfjöllun um hvernig markmiðunum verði náð. Áætlunin sem kynnt er í dag gerir ráð fyrir að fjárfestingar í innviðum aukist um 13 milljarða króna á næsta ári og nái hámarki árið 2021. Ríkisstjórnin segir að fjárfesting í því sem hún fellir undir innviði muni nema 338 milljörðum króna á tímabilinu 2019-2023. „Í fyrsta lagi endurspeglar þetta þær áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmálanum, sem er það sem þessi ríkisstjórn var mynduð um, sem er uppbygging samfélagslegra innviða og að tryggja að sú efnahagslega hagsæld sem hefur verið hér á landi á undanförnum árum skili sér í þágu almennings í landinu. Svo vil ég nefna að við erum að horfa sérstaklega til umhverfismála, annars vegar náttúruverndar og það að byggja hér upp innviði þeirra náttúruperla sem eru í umsjón ríkisins þar sem er mikil þörf. Og svo auðvitað fjármögnun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem er gríðarlega mikilvægt verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að aukning ríkisútgjalda að raungildi nemi 5 prósentum milli áranna 2018 og 2019 sé miðað við fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs. Þess má geta að raunvöxtur útgjalda ríkisins milli áranna 2016 og 2017 var 8,5 prósent sem var talsvert hátt í sögulegu samhengi. „Tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað“ Áfram er aðeins er gert ráð fyrir að afgangurinn á fjárlögum verði eitt prósent af landsframleiðslu á næsta ári sem er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. „Það er bara nokkuð góður afgangur því mið alveg halda fram að tíu milljarða afgangur til viðbótar hefði ekki skaðað. En þegar við horfum á stóru myndina og þær áherslur sem við höfum verið að fylgja undanfarin ár með gríðarlegum uppgreiðslum skulda og hvernig skuldahlutföll ríkisins eru að breytast þá tel ég að við séum hér með ríkisfjármálaáætlun sem stenst öll viðmið opinberra fjármála,“ segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt lögum um opinber fjármál þarf svokallaður heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil ávallt að vera jákvæður og árlegur halli má aldrei fara yfir 2,5 prósent. En samkvæmt lögunum þarf fjármálaáætlunin að fylgja fjármálastefnunni. Stefnan gerir ráð fyrir 1 prósents afgangi. Eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi í álitsgerð sinni um fjármálaáætlun 2018-2022 var að afgangurinn væri aðeins 1 prósent. „Afkoma hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er föst í gólfum fjármálastefnunnar á svo til öllu áætlunartímabilinu og á næsta ári nær áætlunin ekki markmiði um heildarafkomu hins opinbera. Slíkt eykur ekki trúverðugleika umgjarðar opinberra fjármála,“ segir í álitsgerðinni. Þarna var ráðið að benda á að afgangurinn var eins lítill og ríkisstjórnin gat komist upp með ef hún ætlaði að fylgja fjármálastefnunni enda þarf fjármálaáætlun að vera í samræmi við samþykkta fjármálastefnu samkvæmt lögum um opinber fjármál. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki tekið mark á þessari gagnrýni fjármálaráðs eða ekki talið sig þurfa að bregðast við henni því afgangur næsta árs verður áfram fastur við gólf fjármálastefnunnar. Þetta var eitt af því sem fjármálaráð gagnrýndi. Að afgangurinn væri við gólf fjármálastefnunnar. Þarf ekki lítið út af að bregða í hagvaxtarspánni svo staðan breytist til hins verra fyrir ríkissjóð? „Það myndi þá kalla á viðbrögð frá stjórnvöldum. Ef hagvaxtarspár breytast til hins verra þá kallar það á að við bregðumst við með viðeigandi hætti. En eins og sakir standa eru horfurnar nokkuð góðar. Bæði í ríkisfjármálunum almennt en einnig hvað varðar hagspána inn í framtíðina,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Alþingi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira