Alfreð skaut á Lars eftir leik: Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:45 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira