Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:17 Tollar á innflutta bíla munu að líkindum hækka bílverð í Bandaríkjunum. Þá eru tollar Trump á stál og ál líklegir til að auka kostnaðinn við innlenda framleiðslu. Vísir/EPA Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02
ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01