Bókun metin á rúmlega milljarð króna árið 2017 Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. september 2018 07:00 Hjalti Baldursson forstjóri Bókunar. Norvik, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guðmundssonar sem oft er kenndur við Byko, keypti tæplega 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun fyrir um tvær milljónir evra, jafnvirði um 255 milljóna króna, árið 2017. Virði alls hlutafjár Bókunar var því 1,1 milljarður króna á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem birtast í ársreikningi Norvik og núverandi gengi gjaldmiðla. Upplýst var í apríl síðastliðnum að TripAdvisor, sem rekur heimsþekkta ferðasíðu, hefði keypt Bókun. Hugbúnaður fyrirtækisins er mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Áður en fjölskylda Jóns Helga gekk í hluthafahópinn áttu Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri félagið að fullu. Í fyrra lækkaði hlutur Hjalta í Bókun úr 62,5 prósentum í 44,7 prósent. Fram kemur í ársreikningi HIBB Holding, sem er í eigu Hjalta, að félagið hafi selt hluta af eign sinni í Bókun og tekið þátt í hlutafjáraukningu í félaginu. Hjalti var framkvæmdastjóri Straumborgar, fjárfestingarfélags fjölskyldu Jóns Helga, á árunum 2005-2012. Með kaupunum á Bókun mun TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt með því að þjónusta ferðaþjónustuaðila með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet í heiminum fyrir ferðir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir TripAdvisor kaupir Bókun ehf. Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim. 20. apríl 2018 15:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Norvik, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guðmundssonar sem oft er kenndur við Byko, keypti tæplega 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun fyrir um tvær milljónir evra, jafnvirði um 255 milljóna króna, árið 2017. Virði alls hlutafjár Bókunar var því 1,1 milljarður króna á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem birtast í ársreikningi Norvik og núverandi gengi gjaldmiðla. Upplýst var í apríl síðastliðnum að TripAdvisor, sem rekur heimsþekkta ferðasíðu, hefði keypt Bókun. Hugbúnaður fyrirtækisins er mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Áður en fjölskylda Jóns Helga gekk í hluthafahópinn áttu Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri félagið að fullu. Í fyrra lækkaði hlutur Hjalta í Bókun úr 62,5 prósentum í 44,7 prósent. Fram kemur í ársreikningi HIBB Holding, sem er í eigu Hjalta, að félagið hafi selt hluta af eign sinni í Bókun og tekið þátt í hlutafjáraukningu í félaginu. Hjalti var framkvæmdastjóri Straumborgar, fjárfestingarfélags fjölskyldu Jóns Helga, á árunum 2005-2012. Með kaupunum á Bókun mun TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt með því að þjónusta ferðaþjónustuaðila með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet í heiminum fyrir ferðir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir TripAdvisor kaupir Bókun ehf. Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim. 20. apríl 2018 15:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
TripAdvisor kaupir Bókun ehf. Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim. 20. apríl 2018 15:00
Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30