Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hörður Ægisson skrifar 5. september 2018 06:00 Valdimar Árnason, forstjóri GAMMA. Vísir/Stefán Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þannig minnkuðu umsýsluog árangurstengdar þóknanir um meira en helming og námu samtals 516 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður félagsins um liðlega 120 milljónir og var 483 milljónir króna á fyrri árshelmingi. Það skýrist af því að annar rekstrarkostnaður GAMMA minnkaði um rúmlega 50 prósent á milli ára – úr 316 milljónum í 153 milljónir – á meðan launakostnaður hækkaði hins vegar um 15 prósent og var 330 milljónir. Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi á tímabilinu fengið lán frá hluthöfum upp á rúmlega 138 milljónir króna. Handbært fé GAMMA var aðeins 13 milljónir um mitt þetta ár. Heildareignir voru um 3.463 milljónir króna en þar munar mest um langtímakröfur á fagfjárfestasjóði sem eru bókfærðar á 1.415 milljónir. Aðrar eignir eru meðal annars kröfur á tengda aðila sem námu 495 milljónum og meira en tvöfölduðust á árinu. Eiginfjárhlutfall GAMMA, en eignir í stýringu félagsins nema um 140 milljörðum, er um 68 prósent. Stærstu hluthafar eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með 29,7 prósenta hlut. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þannig minnkuðu umsýsluog árangurstengdar þóknanir um meira en helming og námu samtals 516 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður félagsins um liðlega 120 milljónir og var 483 milljónir króna á fyrri árshelmingi. Það skýrist af því að annar rekstrarkostnaður GAMMA minnkaði um rúmlega 50 prósent á milli ára – úr 316 milljónum í 153 milljónir – á meðan launakostnaður hækkaði hins vegar um 15 prósent og var 330 milljónir. Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi á tímabilinu fengið lán frá hluthöfum upp á rúmlega 138 milljónir króna. Handbært fé GAMMA var aðeins 13 milljónir um mitt þetta ár. Heildareignir voru um 3.463 milljónir króna en þar munar mest um langtímakröfur á fagfjárfestasjóði sem eru bókfærðar á 1.415 milljónir. Aðrar eignir eru meðal annars kröfur á tengda aðila sem námu 495 milljónum og meira en tvöfölduðust á árinu. Eiginfjárhlutfall GAMMA, en eignir í stýringu félagsins nema um 140 milljörðum, er um 68 prósent. Stærstu hluthafar eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með 29,7 prósenta hlut. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00
Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39
Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00