Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum 19. september 2018 10:30 Eva Dögg. Fréttablaðið/Ernir Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.Hver eru þín helstu áhugamál?Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikilvægt að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín?Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffibolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslandsbanka á vegum Nordic Finance Innov ation.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jordan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tíminn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu?Að ná að hlusta á innsæið. Jafnvægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum?Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingartímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við einhverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann?Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lögfræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heimspeki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd.Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.Hver eru þín helstu áhugamál?Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikilvægt að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín?Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffibolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslandsbanka á vegum Nordic Finance Innov ation.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jordan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tíminn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu?Að ná að hlusta á innsæið. Jafnvægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum?Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingartímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við einhverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann?Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lögfræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heimspeki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd.Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira