Hlutafé Primera Travel aukið um 2,4 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 07:30 Andri Már Ingólfsson er forstjóri Primera Travel Group sem rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum. Vísir/GVA Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira