Markaðssetning á Þorlákshöfn geti lækkað vöruverð Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 09:45 Þingmennirnir benda á að sigling til Þorlákshafnar stytti siglingaleiðina til Evrópu um næstum sólarhring. Vísir Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46