Raunvextir enn lágir á Íslandi í sögulegu samhengi Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 20:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri í pontu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Vísir/Einar Árnason Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun. Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti Seðlabankans um 0,25 prósentur í 4,5% vakti mjög hörð viðbrögð hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar gær. „Við megum ekki gleyma því að raunvextir eru núna í sögulegu samhengi, sérstaklega langtímavextirnir, enn lágir á Íslandi. Hæpið er hins vegar að tæplega 1% raunvextir dugi til í þjóðarbúi sem er við fulla atvinnu og rúmlega það, verðbólga er þegar yfir markmiði en á leiðinni upp, spenna er enn til staðar og hagvöxtur er að nálgast jafnvægisvöxt en ofan frá,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Seðlabankinn kannar reglulega væntingar svokallaðra markaðsaðila til verðbólgu. Hér er í raun um að ræða starfsfólk fjármálafyrirtækja en þátttakendur eru rekstrarfélög, greiningardeildir, lífeyrissjóðir, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki. „Ekki er hægt að segja að vaxtahækkunin hafi komið markaðsaðilum á óvart. Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem Seðlabankinn birti á mánudaginn þá bjuggust þeir flestir við því að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur fyrir áramót,“ sagði Már. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á vef Seðlabankans á mánudag, daginn áður en peningastefnunefnd tók ákvörðun um vextina. Miðað við miðgildi svara í könnuninni bjuggust markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans myndu hækka um 0,25 prósentur í 4,5%. Íslenska krónan Tengdar fréttir Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00 Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00 Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun. Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti Seðlabankans um 0,25 prósentur í 4,5% vakti mjög hörð viðbrögð hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar gær. „Við megum ekki gleyma því að raunvextir eru núna í sögulegu samhengi, sérstaklega langtímavextirnir, enn lágir á Íslandi. Hæpið er hins vegar að tæplega 1% raunvextir dugi til í þjóðarbúi sem er við fulla atvinnu og rúmlega það, verðbólga er þegar yfir markmiði en á leiðinni upp, spenna er enn til staðar og hagvöxtur er að nálgast jafnvægisvöxt en ofan frá,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Seðlabankinn kannar reglulega væntingar svokallaðra markaðsaðila til verðbólgu. Hér er í raun um að ræða starfsfólk fjármálafyrirtækja en þátttakendur eru rekstrarfélög, greiningardeildir, lífeyrissjóðir, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki. „Ekki er hægt að segja að vaxtahækkunin hafi komið markaðsaðilum á óvart. Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem Seðlabankinn birti á mánudaginn þá bjuggust þeir flestir við því að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur fyrir áramót,“ sagði Már. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á vef Seðlabankans á mánudag, daginn áður en peningastefnunefnd tók ákvörðun um vextina. Miðað við miðgildi svara í könnuninni bjuggust markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans myndu hækka um 0,25 prósentur í 4,5%.
Íslenska krónan Tengdar fréttir Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00 Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00 Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00
Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30