Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 12:30 Trump tekur á móti Hannity á sviðinu. AP/Jeff Roberson Náið samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Fox News, hefur aldrei verið ljósara en það var á kosningafundi Trump í Mississippi í gærkvöldi. Þáttastjórnendur Fox fóru á svið með forsetanum og endurfluttu kosningaáróður hans, gagnrýndu fjölmiðlafólk og lofuðu Trump í hástert. Þá hrósaði forsetinn Fox sömuleiðis og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa unnið „ótrúlegt starf fyrir okkur.“ Sean Hannity, starfsmaður Fox og vinur Trump, fór upp á svið með forsetanum og tók beinan þátt í kosningabaráttu hans, þrátt fyrir að hafa sagt klukkustundum áður að hann myndi ekki gera það. Það var nánast fyrsta verk Trump þegar hann mætti á svið að kalla á Hannity. Áður en forsetinn kallaði Hannity upp á svið hrósaði hann Fox og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar mjög sérstaka.„Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump. Skömmu áður hafði Trump verið í beinni útsendingu Hannity frá kosningafundinum. Eftir viðtal þeirra þar gáfu Hannity og Bill Shine hvorum öðrum fimmu. Shine er núverandi samskiptastjóri Hvíta hússins en fyrrverandi forstjóri Fox News.In spite of reports, I will be doing a live show from Cape Girardeau and interviewing President Trump before the rally. To be clear, I will not be on stage campaigning with the President. I am covering final rally for my show. Something I have done in every election in the past. — Sean Hannity (@seanhannity) November 5, 2018 Eftir að Trump kallaði Hannity upp á svið, með því að kynna hann sem „sérstakan gest“, nýtti hann ræðu sína meðal annars til þess að kalla fjölmiðlafólk í salnum „falsfréttir“. Það var í rauninni það fyrsta sem Hannity sagði á sviðinu. Það er þó vert að benda á að starfsmenn fréttastofu Fox voru meðal þeirra blaðamanna sem Hannity kallaði „falsfréttir“. Þá er einnig vert að benda á að deilur hafa verið uppi á milli þáttastjórnenda Fox og blaðamanna stöðvarinnar. Þættir eins og þeir sem Hannity stjórnar eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir og blaðamenn Fox hafa gagnrýnt hvernig stjórnendur þeirra sniðganga raunverulegan fréttaflutning Fox.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxHannity notaði tíma sinn á sviðinu einnig til að lofa Trump í hástert og fór yfir meint afrek hans í Hvíta húsinu, án þess þó að hafa sannleikann að leiðarljósi. Hannity hrósaði Trump einnig fyrir það hve orkumikill hann væri og sagðist telja að enginn annar væri svo orkumikill.Hannity sagðist ekki hafa átt von á því að vera kallaður upp á svið, þrátt fyrir að framboð forsetans hefðu verið búið að kynna þáttastjórnendann sem sérstakan gest á kosningafundinum. Jeanine Pirro, sem er stjórnar einnig þætti á Fox, var sömuleiðis kölluð upp á svið. Trump sagði hana „koma mjög vel fram við okkur“. Auk þess að vera þáttastjórnandi Fox er Pirro höfundur bókarinnar; Liars, Leakers and Liberals: The Case Against the Anti-Trump Conspiracy. Þegar hún steig á svið hvatti hún áhorfendur til að kjósa Trump og til þess að fá aðra til að kjósa Trump. Talsmenn Fox hafa neitað að tjá sig um kosningafundinn við CNN. Hins vegar bendir miðillinn á að eftir að Hannity tók þátt í kosningaauglýsingu fyrir Trump árið 2016 sagði talsmaður Fox að fyrirtækið hefði ekki haft vitneskju af þátttöku Hannity í auglýsingunni og að hann myndi „ekki gera slíkt aftur í kosningabaráttunni“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Sean Hannity fjallaði kvöld eftir kvöld um persónulegan lögmann Trump Bandaríkjaforseta án þess að segja áhorfendum sínum eða yfirmönnum að hann hefði verið skjólstæðingur lögmannsins. 17. apríl 2018 20:49 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. 24. október 2018 23:00 Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Það gerði Trump eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. 21. september 2018 16:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Náið samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Fox News, hefur aldrei verið ljósara en það var á kosningafundi Trump í Mississippi í gærkvöldi. Þáttastjórnendur Fox fóru á svið með forsetanum og endurfluttu kosningaáróður hans, gagnrýndu fjölmiðlafólk og lofuðu Trump í hástert. Þá hrósaði forsetinn Fox sömuleiðis og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa unnið „ótrúlegt starf fyrir okkur.“ Sean Hannity, starfsmaður Fox og vinur Trump, fór upp á svið með forsetanum og tók beinan þátt í kosningabaráttu hans, þrátt fyrir að hafa sagt klukkustundum áður að hann myndi ekki gera það. Það var nánast fyrsta verk Trump þegar hann mætti á svið að kalla á Hannity. Áður en forsetinn kallaði Hannity upp á svið hrósaði hann Fox og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar mjög sérstaka.„Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump. Skömmu áður hafði Trump verið í beinni útsendingu Hannity frá kosningafundinum. Eftir viðtal þeirra þar gáfu Hannity og Bill Shine hvorum öðrum fimmu. Shine er núverandi samskiptastjóri Hvíta hússins en fyrrverandi forstjóri Fox News.In spite of reports, I will be doing a live show from Cape Girardeau and interviewing President Trump before the rally. To be clear, I will not be on stage campaigning with the President. I am covering final rally for my show. Something I have done in every election in the past. — Sean Hannity (@seanhannity) November 5, 2018 Eftir að Trump kallaði Hannity upp á svið, með því að kynna hann sem „sérstakan gest“, nýtti hann ræðu sína meðal annars til þess að kalla fjölmiðlafólk í salnum „falsfréttir“. Það var í rauninni það fyrsta sem Hannity sagði á sviðinu. Það er þó vert að benda á að starfsmenn fréttastofu Fox voru meðal þeirra blaðamanna sem Hannity kallaði „falsfréttir“. Þá er einnig vert að benda á að deilur hafa verið uppi á milli þáttastjórnenda Fox og blaðamanna stöðvarinnar. Þættir eins og þeir sem Hannity stjórnar eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir og blaðamenn Fox hafa gagnrýnt hvernig stjórnendur þeirra sniðganga raunverulegan fréttaflutning Fox.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxHannity notaði tíma sinn á sviðinu einnig til að lofa Trump í hástert og fór yfir meint afrek hans í Hvíta húsinu, án þess þó að hafa sannleikann að leiðarljósi. Hannity hrósaði Trump einnig fyrir það hve orkumikill hann væri og sagðist telja að enginn annar væri svo orkumikill.Hannity sagðist ekki hafa átt von á því að vera kallaður upp á svið, þrátt fyrir að framboð forsetans hefðu verið búið að kynna þáttastjórnendann sem sérstakan gest á kosningafundinum. Jeanine Pirro, sem er stjórnar einnig þætti á Fox, var sömuleiðis kölluð upp á svið. Trump sagði hana „koma mjög vel fram við okkur“. Auk þess að vera þáttastjórnandi Fox er Pirro höfundur bókarinnar; Liars, Leakers and Liberals: The Case Against the Anti-Trump Conspiracy. Þegar hún steig á svið hvatti hún áhorfendur til að kjósa Trump og til þess að fá aðra til að kjósa Trump. Talsmenn Fox hafa neitað að tjá sig um kosningafundinn við CNN. Hins vegar bendir miðillinn á að eftir að Hannity tók þátt í kosningaauglýsingu fyrir Trump árið 2016 sagði talsmaður Fox að fyrirtækið hefði ekki haft vitneskju af þátttöku Hannity í auglýsingunni og að hann myndi „ekki gera slíkt aftur í kosningabaráttunni“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Sean Hannity fjallaði kvöld eftir kvöld um persónulegan lögmann Trump Bandaríkjaforseta án þess að segja áhorfendum sínum eða yfirmönnum að hann hefði verið skjólstæðingur lögmannsins. 17. apríl 2018 20:49 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. 24. október 2018 23:00 Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Það gerði Trump eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. 21. september 2018 16:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Sean Hannity fjallaði kvöld eftir kvöld um persónulegan lögmann Trump Bandaríkjaforseta án þess að segja áhorfendum sínum eða yfirmönnum að hann hefði verið skjólstæðingur lögmannsins. 17. apríl 2018 20:49
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. 24. október 2018 23:00
Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Það gerði Trump eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. 21. september 2018 16:28