Trump aflýsir fundi með Pútín Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 18:05 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á leið á fund G20-ríkjanna í Argentínu. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018
Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56