Basko tapaði rúmum milljarði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Basko rekur sex 10-11 verslanir. Fréttablaðið/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum 10-11 og Iceland, tapaði ríflega 1.030 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk í febrúar í fyrra. Þar af gjaldfærði félagið kostnað upp á tæpar 890 milljónir króna vegna endurskipulagningar. Til samanburðar hagnaðist félagið um liðlega 53 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Basko sem er í 80 prósenta eigu framtakssjóðsins Horns III í stýringu Landsbréfa. Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Basko, á um 18 prósenta hlut í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að endurskipulagningin hafi falið í sér að nokkrum verslunum hafi verið lokað, öðrum breytt úr 10-11 í Iceland, auk þess sem öllum stöðum Dunkin’ Donuts á landinu hafi verið lokað. Samhliða sölu eigna hafi jafnframt verið ákveðið að flytja höfuðstöðvar Basko, loka vöruhúsi og breyta skipulagi starfseminnar með það að markmiði að einfalda reksturinn. Sem kunnugt er seldi Basko tólf verslanir, þar af rekstur allra sjö verslana Iceland á landinu og fimm verslana 10-11 miðsvæðis í Reykjavík, til Samkaupa síðasta sumar. Basko, sem rekur áfram sex 10-11 verslanir og þrettán verslanir undir merkjum Kvikk, auk verslunar Inspired by Iceland og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill, seldi vörur fyrir 9.776 milljónir króna frá mars 2017 til febrúar 2018. Dróst salan saman um 2,6 prósent frá fyrra rekstrarári. Var framlegð félagsins 3.148 milljónir króna á rekstrarárinu 2017 til 2018 en EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var neikvæð um tæpar 149 milljónir króna. Eignir Basko námu 2.891 milljón króna í lok febrúar í fyrra og var eiginfjárhlutfallið á sama tíma um 17 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur