„Ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 20:20 Eins og sést á þessari mynd sem Birna deildi á Facebook er bíll þeirra Agnars mjög illa farinn eftir slysið. birna tryggvadóttir Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni. Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni.
Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10
Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00