Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 17:56 Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna. Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna.
Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira