Farþegar á leið til Dublin og Gatwick illa upplýstir: „Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2019 19:57 Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51