Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:09 Flestar hópuppsagnir í mars tengdust ferðamennsku á einn eða annan hátt. Vísir/vilhelm Vinnumálastofnun bárust sex tilkynningar um hópuppsagnir í nýliðnum marsmánuði, þar sem 473 starfsmönnum var sagt upp störfum. Inn í þessari tölu eru þó ekki þær 1100 uppsagnir sem tengjast gjaldþroti WOW eða annarra fyrirtækja sem lögðu upp laupana í mars. Í færslu á vef stofnunarinnar segir að tvær þessara hópuppsagna hafi verið í starfsemi tengdri „flutningum og geymslu,“ þar sem 328 manns var sagt upp störfum. Langflestir umræddra starfsmanna höfðu verið á mála hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, eða 315. Hins vegar hefur stórum hluta þeirra starfsmanna verið boðin endurráðning á öðrum kjörum. Því má gera ráð fyrir að uppsagnir verði í raun færri en fram kemur í tilkynningunni.Sjá einnig: Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Hinar uppsagnirnar koma úr fjórum atvinnugreinum; 46 manns var sagt upp í ferðaþjónustu, 37 í framleiðslu, 32 í byggingastarfsemi og 30 í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi. Í útskýringu Vinnumálastofnunar segir að flestar hópuppsagnir hafi borist frá fyrirtækjum á Suðurnesjum, eða 347, en 126 hafi borist frá fyrirtækjum á höfuðbogarsvæðinu. Hópuppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí 2019. Uppsagnir hjá WOW air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru ekki í þessum hópuppsögnum að sögn Vinnumálastofnunar, sem bætir við að fyrstu þrjá mánuði ársins 2019 hafi 570 einstaklingum verið sagt upp störfum í hópuppsögnum. Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Fjörutíu starfsmönnum sagt upp hjá BYGG Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, segir að um sé að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka. 29. mars 2019 17:22 WuXi NextCode segir upp 27 manns Liður í endurskipulagningu. 28. mars 2019 14:10 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Vinnumálastofnun bárust sex tilkynningar um hópuppsagnir í nýliðnum marsmánuði, þar sem 473 starfsmönnum var sagt upp störfum. Inn í þessari tölu eru þó ekki þær 1100 uppsagnir sem tengjast gjaldþroti WOW eða annarra fyrirtækja sem lögðu upp laupana í mars. Í færslu á vef stofnunarinnar segir að tvær þessara hópuppsagna hafi verið í starfsemi tengdri „flutningum og geymslu,“ þar sem 328 manns var sagt upp störfum. Langflestir umræddra starfsmanna höfðu verið á mála hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, eða 315. Hins vegar hefur stórum hluta þeirra starfsmanna verið boðin endurráðning á öðrum kjörum. Því má gera ráð fyrir að uppsagnir verði í raun færri en fram kemur í tilkynningunni.Sjá einnig: Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Hinar uppsagnirnar koma úr fjórum atvinnugreinum; 46 manns var sagt upp í ferðaþjónustu, 37 í framleiðslu, 32 í byggingastarfsemi og 30 í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi. Í útskýringu Vinnumálastofnunar segir að flestar hópuppsagnir hafi borist frá fyrirtækjum á Suðurnesjum, eða 347, en 126 hafi borist frá fyrirtækjum á höfuðbogarsvæðinu. Hópuppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí 2019. Uppsagnir hjá WOW air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru ekki í þessum hópuppsögnum að sögn Vinnumálastofnunar, sem bætir við að fyrstu þrjá mánuði ársins 2019 hafi 570 einstaklingum verið sagt upp störfum í hópuppsögnum.
Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Fjörutíu starfsmönnum sagt upp hjá BYGG Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, segir að um sé að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka. 29. mars 2019 17:22 WuXi NextCode segir upp 27 manns Liður í endurskipulagningu. 28. mars 2019 14:10 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43
Fjörutíu starfsmönnum sagt upp hjá BYGG Gylfi Ómar Héðinsson, einn eigenda fyrirtækisins, segir að um sé að ræða 32 fasta starfsmenn og svo nokkra undirverktaka. 29. mars 2019 17:22