Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. maí 2019 15:40 Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi. Crist S.A. Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar þar sem saga nýs Herjólfs, eins og hún blasir við Vegagerðinni, er rakin aftur til ársins 2013. Vegagerðin innkallaði í síðustu viku bankaábyrgðir hjá bankanum sem gefið hefur út ábyrgðir fyrir Crist S.A. Ástæðan var sú að allt stefndi í að ábyrgðin félli úr gildi áður en viðeigandi skjöl til staðfestingar framlengingu ábyrgðanna bærust Vegagerðinni. „Til þess að tryggja hagsmuni sína hefur Vegagerðin að sinni ákveðið að afturkalla ekki innköllun bankaábyrgðarinnar og hefur upplýst bankann um stöðu málsins.“ Skipasmíðastöðin krafðist í lok febrúar viðbótargreiðslu upp á rúmlega milljarð króna sem nemur um þriðjungi af smíðaverðinu. Vegagerðin telur enga stoð í samningi aðila varðandi þessa kröfu og enga leið að verða við henni. „Þessar aðstæður breyta því ekki að Vegagerðin mun áfram leita allra leiða til samninga í þessu máli innan þess ramma sem verkinu er sniðinn og stuðla þannig að því að afhending ferjunnar geti farið fram.“ Vegagerðin undirstrikar, öfugt við umboðsmanns skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, að að innköllun bankaábyrgðar feli alls ekki í sér riftun samnings. Öll áform um að selja ferjuna öðrum aðila fælu í sér samningsrof með tjóni fyrir alla aðila. „Hér á sér eingöngu stað breyting á því hver heldur á kaupverði skipsins þegar gengið er til samninga. Hér eftir sem hingað til er það ásetningur Vegagerðarinnar að samningar verði efndir og ferjan afhent rekstraraðila Herjólfs til reksturs.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar þar sem saga nýs Herjólfs, eins og hún blasir við Vegagerðinni, er rakin aftur til ársins 2013. Vegagerðin innkallaði í síðustu viku bankaábyrgðir hjá bankanum sem gefið hefur út ábyrgðir fyrir Crist S.A. Ástæðan var sú að allt stefndi í að ábyrgðin félli úr gildi áður en viðeigandi skjöl til staðfestingar framlengingu ábyrgðanna bærust Vegagerðinni. „Til þess að tryggja hagsmuni sína hefur Vegagerðin að sinni ákveðið að afturkalla ekki innköllun bankaábyrgðarinnar og hefur upplýst bankann um stöðu málsins.“ Skipasmíðastöðin krafðist í lok febrúar viðbótargreiðslu upp á rúmlega milljarð króna sem nemur um þriðjungi af smíðaverðinu. Vegagerðin telur enga stoð í samningi aðila varðandi þessa kröfu og enga leið að verða við henni. „Þessar aðstæður breyta því ekki að Vegagerðin mun áfram leita allra leiða til samninga í þessu máli innan þess ramma sem verkinu er sniðinn og stuðla þannig að því að afhending ferjunnar geti farið fram.“ Vegagerðin undirstrikar, öfugt við umboðsmanns skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, að að innköllun bankaábyrgðar feli alls ekki í sér riftun samnings. Öll áform um að selja ferjuna öðrum aðila fælu í sér samningsrof með tjóni fyrir alla aðila. „Hér á sér eingöngu stað breyting á því hver heldur á kaupverði skipsins þegar gengið er til samninga. Hér eftir sem hingað til er það ásetningur Vegagerðarinnar að samningar verði efndir og ferjan afhent rekstraraðila Herjólfs til reksturs.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira