Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá fer vaxandi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. maí 2019 08:00 Mesta aukningin í nýskráningum vanskila er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð. Fréttablaðið/Anton Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efnahagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin vanskil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að samdráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launahækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveiflu. „Skuldastaða einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næstunni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Byggingariðnaðurinn er því kannski viðkvæmari fyrir breyttum rekstrarskilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heimili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efnahagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin vanskil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að samdráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launahækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveiflu. „Skuldastaða einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næstunni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Byggingariðnaðurinn er því kannski viðkvæmari fyrir breyttum rekstrarskilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heimili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent