„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 19:45 Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí. Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí.
Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels