Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti borgarlínusamning: „Frjálslyndari öfl Sjálfstæðisflokksins“ með þrjú sæti í bæjarstjórn Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 19:39 Karl Pétur fagnar niðurstöðu fundarins. Vísir Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“ Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00
Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06