Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Hörður Ægisson skrifar 12. júní 2019 07:00 Stefán og Sigurgísli stofnuðu Snaps árið 2012. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Veitingamennirnir Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, sem eru stofnendur veitingastaðarins Snaps, hafa gengið frá sölu á hlut sínum í Café Paris til Birgis Þórs Bieltvedts fjárfestis. Eftir viðskiptin á Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu þeirra Birgis og eiginkonu hans Eyglóar Kjartansdóttur, nú allt hlutafé í veitingastaðnum. Þá hefur Birgir á sama tíma einnig aukið við eignarhlut sinn í Snaps og hefur Eyja fjárfestingafélag núna eignast meirihluta á móti félögum í eigu þeirra Sigurgísla og Stefáni. Þetta staðfestir Stefán í samtali við Markaðinn en hann vildi ekki upplýsa um hversu stór samanlagður eignarhlutur hans og Sigurgísla væri í Snaps í dag eftir viðskiptin. Með þeim breytingum sem hafa orðið á eignarhaldi Snaps, en þau hjónin Birgir og Eygló fjárfestu fyrst í Snaps á árinu 2016, hafa þeir Sigurgísli og Stefán samhliða hætt afskiptum af öllum daglegum rekstri staðarins en munu hins vegar sitja áfram í stjórn fyrirtækisins. Stefán hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Snaps, sem er einn vinsælasti veitingastaður landsins, en Sigurgísli var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Jubileum sem hefur fram að þessu átt Snaps og Café Paris. Birgir og Eygló hafa á undanförnum árum meðal annars fjárfest í Domino´s á Íslandi, sem var síðar selt til Domino´s í Bretlandi með milljarða króna hagnaði, opnað Joe & Juice hérlendis, Brauð & Co og fjárfest að auki í veitingastaðnum Gló. Samstarf þeirra Sigurgísla og Stefáns við Birgi hófst fyrir þremur árum, en þá hafði hann nýlega gengið frá kaupum á Jómfrúnni, þegar Birgir kemur inn í hluthafahóp Snaps og skömmu síðar kaupa þeir saman Café Paris. Eignarhlutirnir voru þá sameinaðir undir eignhaldsfélaginu Jubileum en það átti einnig um tíma hlut í Jamie´s Italian sem varð gjaldþrota síðastliðið haust. Áður en að því kom hafði rekstrinum verið skipt upp og Sigurgísli og Stefán dregið sig bæði út úr starfsemi Jamie´s og Jómfrúarinnar. Í árslok 2018 áttu tvö félög í eigu Sigurgísla og Stefáns – Sæmundur ehf. og B48 ehf. – hvor um sig tuttugu prósenta hlut í Jubileum en Birgir fór með sextíu prósenta hlut í gegnum Eyju fjárfestingafélag. Félagið Jubileum fer hins vegar ekki lengur með eignarhaldið á Snaps og Café Paris. Snaps velti 591 milljón króna á árinu 2017 og var rekinn með átta milljóna króna hagnaði. Árið áður nam hagnaðurinn 37 milljónum króna. Cafe Paris velti á sama tíma 351 milljón en tapaði 169 milljónum króna. Tapið skýrðist fyrst og fremst af því að fjárfest var ríkulega í Café Paris og ráðist í umbætur á staðnum sem kostuðu um 150 milljónir. Í viðtali við Markaðinn síðastliðinn desember sagði Sigurgísli að afkoman á Snaps yrði betri á árinu 2018 en árið áður en hins vegar hefði rekstur Café Paris verið þungur. Þar spilaði ekki síst inn í slæmt veður sumarið 2018. Í lok árs 2018 voru samtals um 130 manns á launaskrá hjá Café Paris og Snaps og þar af upp undir 60 manns í fullu starfi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Veitingamennirnir Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, sem eru stofnendur veitingastaðarins Snaps, hafa gengið frá sölu á hlut sínum í Café Paris til Birgis Þórs Bieltvedts fjárfestis. Eftir viðskiptin á Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu þeirra Birgis og eiginkonu hans Eyglóar Kjartansdóttur, nú allt hlutafé í veitingastaðnum. Þá hefur Birgir á sama tíma einnig aukið við eignarhlut sinn í Snaps og hefur Eyja fjárfestingafélag núna eignast meirihluta á móti félögum í eigu þeirra Sigurgísla og Stefáni. Þetta staðfestir Stefán í samtali við Markaðinn en hann vildi ekki upplýsa um hversu stór samanlagður eignarhlutur hans og Sigurgísla væri í Snaps í dag eftir viðskiptin. Með þeim breytingum sem hafa orðið á eignarhaldi Snaps, en þau hjónin Birgir og Eygló fjárfestu fyrst í Snaps á árinu 2016, hafa þeir Sigurgísli og Stefán samhliða hætt afskiptum af öllum daglegum rekstri staðarins en munu hins vegar sitja áfram í stjórn fyrirtækisins. Stefán hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Snaps, sem er einn vinsælasti veitingastaður landsins, en Sigurgísli var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Jubileum sem hefur fram að þessu átt Snaps og Café Paris. Birgir og Eygló hafa á undanförnum árum meðal annars fjárfest í Domino´s á Íslandi, sem var síðar selt til Domino´s í Bretlandi með milljarða króna hagnaði, opnað Joe & Juice hérlendis, Brauð & Co og fjárfest að auki í veitingastaðnum Gló. Samstarf þeirra Sigurgísla og Stefáns við Birgi hófst fyrir þremur árum, en þá hafði hann nýlega gengið frá kaupum á Jómfrúnni, þegar Birgir kemur inn í hluthafahóp Snaps og skömmu síðar kaupa þeir saman Café Paris. Eignarhlutirnir voru þá sameinaðir undir eignhaldsfélaginu Jubileum en það átti einnig um tíma hlut í Jamie´s Italian sem varð gjaldþrota síðastliðið haust. Áður en að því kom hafði rekstrinum verið skipt upp og Sigurgísli og Stefán dregið sig bæði út úr starfsemi Jamie´s og Jómfrúarinnar. Í árslok 2018 áttu tvö félög í eigu Sigurgísla og Stefáns – Sæmundur ehf. og B48 ehf. – hvor um sig tuttugu prósenta hlut í Jubileum en Birgir fór með sextíu prósenta hlut í gegnum Eyju fjárfestingafélag. Félagið Jubileum fer hins vegar ekki lengur með eignarhaldið á Snaps og Café Paris. Snaps velti 591 milljón króna á árinu 2017 og var rekinn með átta milljóna króna hagnaði. Árið áður nam hagnaðurinn 37 milljónum króna. Cafe Paris velti á sama tíma 351 milljón en tapaði 169 milljónum króna. Tapið skýrðist fyrst og fremst af því að fjárfest var ríkulega í Café Paris og ráðist í umbætur á staðnum sem kostuðu um 150 milljónir. Í viðtali við Markaðinn síðastliðinn desember sagði Sigurgísli að afkoman á Snaps yrði betri á árinu 2018 en árið áður en hins vegar hefði rekstur Café Paris verið þungur. Þar spilaði ekki síst inn í slæmt veður sumarið 2018. Í lok árs 2018 voru samtals um 130 manns á launaskrá hjá Café Paris og Snaps og þar af upp undir 60 manns í fullu starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00