Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Sighvatur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 19:00 Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira