Stígi varlega til jarðar varðandi Uber Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar. „Þetta er svolítið snúið mál og ekki hægt að mála þetta svart og hvítt. Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt. Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar þegar kemur að svona fyrirtækjum eins og Uber,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum lögum um leigubifreiðar stendur til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs. Eru slíkar takmarkanir ekki taldar samrýmast EES-samningnum. Málið er nú til frekari vinnslu hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust meðan það var til umsagnar í samráðsgátt. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að í frumvarpinu sé verið að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur á borð við Uber geti hafið starfsemi á Íslandi. Sigurborg segist óttast að komi til þess að Uber og sambærileg fyrirtæki hefji rekstur í Reykjavík muni það leiða til aukinnar umferðar. „Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“ Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. „Þetta snýst líka um betri landnotkun. Það er praktískt fyrir okkur að hafa færri bílastæði og nýta borgina betur. Uber getur hjálpað til við þetta en getur líka aukið umferð. “ Borgin vilji fá fleiri leigubíla þar sem nýting hvers bíls sé mjög góð en huga þurfi vel að því hvernig Uber myndi þróast í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar. „Þetta er svolítið snúið mál og ekki hægt að mála þetta svart og hvítt. Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt. Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar þegar kemur að svona fyrirtækjum eins og Uber,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum lögum um leigubifreiðar stendur til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs. Eru slíkar takmarkanir ekki taldar samrýmast EES-samningnum. Málið er nú til frekari vinnslu hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust meðan það var til umsagnar í samráðsgátt. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að í frumvarpinu sé verið að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur á borð við Uber geti hafið starfsemi á Íslandi. Sigurborg segist óttast að komi til þess að Uber og sambærileg fyrirtæki hefji rekstur í Reykjavík muni það leiða til aukinnar umferðar. „Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“ Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. „Þetta snýst líka um betri landnotkun. Það er praktískt fyrir okkur að hafa færri bílastæði og nýta borgina betur. Uber getur hjálpað til við þetta en getur líka aukið umferð. “ Borgin vilji fá fleiri leigubíla þar sem nýting hvers bíls sé mjög góð en huga þurfi vel að því hvernig Uber myndi þróast í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02
Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32