Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. ágúst 2019 21:07 Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“ Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent