Ferdinand Piech fyrrverandi formaður Volkswagen Group látinn Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 07:15 Ferdinand Piech var talinn áhrifamesti einstaklingur bílaheimsins. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma. Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.Lamborghini, Bugatti og Bentley Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferdinand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Bílar Þýskaland Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma. Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.Lamborghini, Bugatti og Bentley Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferdinand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Bílar Þýskaland Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira