Mótmælendur handteknir við Höfða Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 13:46 Mikil öryggisgæsla er við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar. Vísir/Vilhelm Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tveir einstaklingar voru handteknir við Höfða í Reykjavík í dag þar sem þeir höfðu verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. Mike Pence fundar í Höfða í síðar í dag með utanríkisráðherra og fulltrúum viðskiptalífsins. Mótmælendur kveiktu í bandarískum fána í fjörunni, skammt frá Höfða, og birti annar þeirra mynd af verknaðinum á Facebook. Færslu hans, Benjamíns Julian, má sjá hér að neðan. Þeir voru báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Magnús Helgason, faðir hins mótmælandans, segir í samtali við Vísi að þeim hafi verið gefið tvennt að sök; annars vegar að kveikja eld á almannafæri og hins vegar að smána fána erlends ríkis. Magnús gefur sjálfur lítið fyrir þessi meintu brot. Á færri stöðum í Reykjavík sé minni eldhætta en þarna í fjörunni. Aukinheldur er það stjórnarskrárvarinn réttur Bandaríkjamanna að bera eld að eigin fána og því þykir Magnúsi forkastanlegt að sonur sinn skuli vera handtekinn af þessum sökum. Að sögn Magnúsar verða mótmælendurnir yfirheyrðir síðar í dag en segist ekki vita hvort þeir verði ákærðir fyrir mótmæli sín. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið og sagði Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðsstjóri á Hverfisgötu, að líklega yrði send út fréttatilkynning vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag. 4. september 2019 13:37
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09