Rabbar barinn á Hlemmi kveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 14:26 Rabbar barinn er staðsettur í norðvesturhorni Hlemms en kveður nú eftir rúm tvö ár. Rabbar barinn Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir. Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.Mathöllin á Hlemmi hefur notið töluverðra vinsælda eftir breytingarnar sumarið 2017.Fréttablaðið/EyþórÞá hefur ferskt grænmeti verið til sölu, kryddjurtir og blómvendir. „Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum. Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd. „Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.Mathöllin við Hlemm var fyrsta mathöllin sem opnuð var á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hafa verið opnaðar fleiri meðal annars á Granda og Höfða.Vísir/VilhelmAuknar vinsældir veganlífstíls á Íslandi hafa farið fram hjá fæstum og því kemur það mögulega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Rabbar barinn verði undir í baráttu veitingastaðanna um kúnna. Velta má fyrir sér hvort hópur veganfólks sé ekki orðinn nógu stór. „Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar. „En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“ Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.Portóbellólokan sem er vinsælasti réttur Rabbar barsins.Rabbar barinn„Vonandi sjáum við sem flesta,“ segir Böðvar. En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar? „Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar. „Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“ Matur Neytendur Reykjavík Vegan Veitingastaðir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir. Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.Mathöllin á Hlemmi hefur notið töluverðra vinsælda eftir breytingarnar sumarið 2017.Fréttablaðið/EyþórÞá hefur ferskt grænmeti verið til sölu, kryddjurtir og blómvendir. „Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum. Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd. „Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.Mathöllin við Hlemm var fyrsta mathöllin sem opnuð var á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hafa verið opnaðar fleiri meðal annars á Granda og Höfða.Vísir/VilhelmAuknar vinsældir veganlífstíls á Íslandi hafa farið fram hjá fæstum og því kemur það mögulega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Rabbar barinn verði undir í baráttu veitingastaðanna um kúnna. Velta má fyrir sér hvort hópur veganfólks sé ekki orðinn nógu stór. „Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar. „En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“ Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.Portóbellólokan sem er vinsælasti réttur Rabbar barsins.Rabbar barinn„Vonandi sjáum við sem flesta,“ segir Böðvar. En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar? „Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar. „Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“
Matur Neytendur Reykjavík Vegan Veitingastaðir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira