Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 18:49 Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Sjá meira
Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Sjá meira
Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent