Ávinningur af samvinnuleið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:30 Sigurður segir að samvinnuleiðin þurfi að koma til viðbótar við önnur verkefni stjórnvalda. Vísir/vilhelm Samvinnuleið ríkis og einkaaðila við fjármögnun uppbyggingar á innviðum er góður kostur fyrir ríkið í ljósi þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar og flýtir framkvæmdum. Uppbyggingin með slíkum hætti sé líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn um tækifærin sem felast í samvinnuleiðinni (e. public private partneship). „Það er staðreynd að hér á landi er mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir og uppbyggingu innviða,“ segir Sigurður sem mun halda erindi í dag á ráðstefnu um samvinnuleiðina (e. public private partneship) sem Arion banki stendur fyrir á morgun, fimmtudag. Hann vísar til skýrslu sem Samtök iðnaðarins birtu fyrir tveimur árum. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf metin á 372 milljarða króna fyrir utan nýfjárfestingar. Þá nefnir hann einnig að í skýrslu sem OECD gaf nýlega út hafi komið fram að íslenskir innviðir væru komnir að þolmörkum. „Þetta hefur áhrif á framleiðni vegna þess að innviðir leggja grunn að verðmætasköpun hagkerfisins. Góðir samgönguinnviðir nýtast til að mynda greinum eins og ferðaþjónustunni til að skapa verðmæti og útflutningstekjur,“ segir Sigurður. „Samvinnuleiðin er góður kostur fyrir ríkið vegna þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar af hálfu ríkisins og flýtir framkvæmdum. Rannsóknir hafa sýnt að innviðafjárfestingar sem eru framkvæmdar með samvinnuleiðinni eru líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað,“ segir Sigðurður og bætir við að viðhaldi sé gjarnan betur sinnt í slíkum verkefnum. Fulltrúar ríkisvaldsins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á svæðinu næstu 15 árin. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 120 milljarða og að gjaldtaka muni standa undir 60 milljörðum. „Samvinnuleiðin þarf að koma til viðbótar við önnur verkefni sem stjórnvöld eru að vinna að. Við höfum líka bent á að það þurfi að beita ábatagreiningum í meiri mæli við forgangsröðun verkefna og rímar það við áherslur OECD. Við vitum hver kostnaðurinn verður en við verðum að geta svarað spurningunni um hvers vegna sé verið að fara í þessar framkvæmdir en ekki aðrar,“ segir Sigurður. „Þetta skiptir miklu máli þegar verkefnin verða fjármögnuð að helmingi með gjaldtökum. Þó að Samgöngusáttmálinn byggi ekki á samvinnuleiðinni hljóta sömu sjónarmið að gilda, þ.e.a.s. að greiðsluviljinn ráðist á endanum af ábatanum sem notandinn upplifir hvort sem um er að ræða styttri ferðatíma eða aukið umferðaröryggi. Við þurfum að passa að fólk upplifi ekki gjaldtökuna sem aukna skattlagningu“. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um svokölluð PPP-félög, samvinnufélög ríkisins og einkaaðila. Er frumvarpinu ætlað að greiða götuna fyrir samvinnuleiðina og segir Sigurður að það sé til marks um aukinn áhuga stjórnvalda á leiðinni. „Það er ljóst að áhugi stjórnvalda er til staðar og ég held að áhugi fjárfesta hafi verið til staðar um margra ára skeið,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Samvinnuleið ríkis og einkaaðila við fjármögnun uppbyggingar á innviðum er góður kostur fyrir ríkið í ljósi þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar og flýtir framkvæmdum. Uppbyggingin með slíkum hætti sé líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn um tækifærin sem felast í samvinnuleiðinni (e. public private partneship). „Það er staðreynd að hér á landi er mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir og uppbyggingu innviða,“ segir Sigurður sem mun halda erindi í dag á ráðstefnu um samvinnuleiðina (e. public private partneship) sem Arion banki stendur fyrir á morgun, fimmtudag. Hann vísar til skýrslu sem Samtök iðnaðarins birtu fyrir tveimur árum. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf metin á 372 milljarða króna fyrir utan nýfjárfestingar. Þá nefnir hann einnig að í skýrslu sem OECD gaf nýlega út hafi komið fram að íslenskir innviðir væru komnir að þolmörkum. „Þetta hefur áhrif á framleiðni vegna þess að innviðir leggja grunn að verðmætasköpun hagkerfisins. Góðir samgönguinnviðir nýtast til að mynda greinum eins og ferðaþjónustunni til að skapa verðmæti og útflutningstekjur,“ segir Sigurður. „Samvinnuleiðin er góður kostur fyrir ríkið vegna þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar af hálfu ríkisins og flýtir framkvæmdum. Rannsóknir hafa sýnt að innviðafjárfestingar sem eru framkvæmdar með samvinnuleiðinni eru líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað,“ segir Sigðurður og bætir við að viðhaldi sé gjarnan betur sinnt í slíkum verkefnum. Fulltrúar ríkisvaldsins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á svæðinu næstu 15 árin. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 120 milljarða og að gjaldtaka muni standa undir 60 milljörðum. „Samvinnuleiðin þarf að koma til viðbótar við önnur verkefni sem stjórnvöld eru að vinna að. Við höfum líka bent á að það þurfi að beita ábatagreiningum í meiri mæli við forgangsröðun verkefna og rímar það við áherslur OECD. Við vitum hver kostnaðurinn verður en við verðum að geta svarað spurningunni um hvers vegna sé verið að fara í þessar framkvæmdir en ekki aðrar,“ segir Sigurður. „Þetta skiptir miklu máli þegar verkefnin verða fjármögnuð að helmingi með gjaldtökum. Þó að Samgöngusáttmálinn byggi ekki á samvinnuleiðinni hljóta sömu sjónarmið að gilda, þ.e.a.s. að greiðsluviljinn ráðist á endanum af ábatanum sem notandinn upplifir hvort sem um er að ræða styttri ferðatíma eða aukið umferðaröryggi. Við þurfum að passa að fólk upplifi ekki gjaldtökuna sem aukna skattlagningu“. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um svokölluð PPP-félög, samvinnufélög ríkisins og einkaaðila. Er frumvarpinu ætlað að greiða götuna fyrir samvinnuleiðina og segir Sigurður að það sé til marks um aukinn áhuga stjórnvalda á leiðinni. „Það er ljóst að áhugi stjórnvalda er til staðar og ég held að áhugi fjárfesta hafi verið til staðar um margra ára skeið,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira