Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2019 09:56 Flutningaskipið BBC Lagos kemur inn til Húsavíkur að sækja vinnubúðirnar. Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson. Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45