Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:32 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira