Loðin stefna sjálfstæðismanna Svafar Helgason skrifar 24. október 2019 14:15 Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Svafar Helgason Vegtollar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun