Dybala kom Juve til bjargar gegn AC Milan Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. nóvember 2019 21:45 Bjargvættur kvöldsins vísir/getty Juventus endurheimti toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk erkifjendur sína í AC Milan í heimsókn. Leikurinn var hreint ekki mikið fyrir augað og stefndi raunar allt í markalaust jafntefli. Argentínumaðurinn Paulo Dybala kom inn af bekknum hjá Juventus fyrir Cristiano Ronaldo á 55.mínútu og það átti eftir að borga sig því Dybala skoraði eina mark leiksins á 77.mínútu og tryggði Juventus 1-0 sigur. Sigurinn fleytir Juve upp fyrir Inter en einu stigu munar á liðunum í tveimur efstu sætum deildarinnar. Ítalski boltinn
Juventus endurheimti toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk erkifjendur sína í AC Milan í heimsókn. Leikurinn var hreint ekki mikið fyrir augað og stefndi raunar allt í markalaust jafntefli. Argentínumaðurinn Paulo Dybala kom inn af bekknum hjá Juventus fyrir Cristiano Ronaldo á 55.mínútu og það átti eftir að borga sig því Dybala skoraði eina mark leiksins á 77.mínútu og tryggði Juventus 1-0 sigur. Sigurinn fleytir Juve upp fyrir Inter en einu stigu munar á liðunum í tveimur efstu sætum deildarinnar.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn