Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:30 Kelduskóla Korpu verður lokað nái tillagan fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54
Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36