WOW Air leigir húsnæði fyrir væntanlega söluskrifstofu í Washington Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:01 Væntanleg söluskrifstofa WOW Air í Foggy Bottom hverfinu í Washington D.C. aðsend WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“ Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00
Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19