Óttast að missa tökin á öldungadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 11:29 Mitch McConnell leiðir Repúblikanaflokkinn í öldungadeildinni. EPA/MICHAEL REYNOLDS Repúblikanar óttast að missa meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Kannanir sýna að Demókrötum hefur vaxið ásmegin og viðbrögð Donald Trump, forseta, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Eins og staðan er núna eru Repúblikanar í meirihluta með 53 öldungadeildarþingmenn og Demókratar með 47. Til að ná meirihluta þurfa Demókratar því að velta fjórum þingmönnum Repúblikanaflokksins úr sessi, eða þremur, ef Trump tapar baráttunni um Hvíta húsið og næsti varaforseti verður Demókrati. Varaforseti Bandaríkjanna á úrslitatkvæði ef atkvæðagreiðsla endar í jafntefli, ef svo má að orði komast. Frambjóðendur Demókrataflokksins hafa safnað mun meiri peningum það sem af er af þessu ári en frambjóðendur Repúblikanaflokksins og þykir það til marks um meiri góðvild í garð flokksins. Þó forsetinn sé kannski óvinsæll á landsvísu um þessar mundir, þykir ljóst að það borgar sig ekki fyrir frambjóðendur að tala gegn honum. Trump er enn gífurlega áhrifamikill þegar kemur að kjósendum Repúblikanaflokksins og þeir sem tala gegn Trump tekst ekki að sigra prófkjör og missa jafnvel stuðning flokksins. Almenningi í Bandaríkjunum þykir Trump ekki hafa brugðist vel við faraldri nýju kórónuveirunnar, sé mark tekið af skoðanakönnunum.EPA/Doug Mills Til marks um það sagði Politico frá því nýverið að þingmenn flokksins hafi fengið minnisblað þar sem þeim var ráðlagt að hætta að verja Trump, varðandi viðbrögð hans við veirunni, og þess í stað einbeita sér að því að kenna Kínverjum um faraldurinn. Repúblikanar á þingi ítrekuðu fljótt eftir að fréttin var birt að þeir stæðu þétt við bakið á Trump. Telja að ástandið verði betra í nóvember Einn viðmælandi Washington Post innan Repúblikanaflokksins segir stöðuna ekki góða. Öll umræðan snúist að Trump og það sé slæmur staður fyrir Repúblikana að vera á. Hins vegar muni það ekki vara að eilífu. Repúblikanar eru nefnilega bjartsýnir á að staða þeirra muni skána til muna þegar Bandaríkin, og heimurinn, færast aftur í fyrra horf og efnahagurinn tekur kipp, eins og þeir búast við á næstu sex mánuðum. Það er þó alfarið óljóst hvert framhaldið verður. Nú eru minnst 79.528 dánir í vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og er talið að þeim muni fjölga talsvert á næstu vikum og mánuðum. Þá stendur til að slaka á viðmiðum varðandi félagsforðun og takmörkunum víða og er óttast að þannig muni smitum fjölga hraðar. Kosið um 35 sæti Kosið verður um 35 öldungadeildarsæti í nóvember og eru Repúblikanar að verjast í 23 þeirra. Susan Collins í Maine og Thom Thillis í Norður-Karólínu eru í hvað verstri stöðu og þar að auki telja sérfræðingar Repúblikanaflokksins nánast öruggt að Cory Gardner muni tapap sæti sínu í Colorado. Demókratar hafa þar að auki beint sjónum sínum að Arizona en Demókratar munu án efa tapa minnst einu sæti. Það er sæti Doug Jones í Alabama. Demókrötum hefur einnig vaxið ásmegin í Montana þar sem frambjóðandi flokksins hefur verið að saxa á fylgi Steve Daines, þingmanns Repúblikanaflokksins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10. maí 2020 23:51 Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. 9. maí 2020 21:07 Sérfræðingum ýtt til hliðar Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. 7. maí 2020 12:17 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Repúblikanar óttast að missa meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Kannanir sýna að Demókrötum hefur vaxið ásmegin og viðbrögð Donald Trump, forseta, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Eins og staðan er núna eru Repúblikanar í meirihluta með 53 öldungadeildarþingmenn og Demókratar með 47. Til að ná meirihluta þurfa Demókratar því að velta fjórum þingmönnum Repúblikanaflokksins úr sessi, eða þremur, ef Trump tapar baráttunni um Hvíta húsið og næsti varaforseti verður Demókrati. Varaforseti Bandaríkjanna á úrslitatkvæði ef atkvæðagreiðsla endar í jafntefli, ef svo má að orði komast. Frambjóðendur Demókrataflokksins hafa safnað mun meiri peningum það sem af er af þessu ári en frambjóðendur Repúblikanaflokksins og þykir það til marks um meiri góðvild í garð flokksins. Þó forsetinn sé kannski óvinsæll á landsvísu um þessar mundir, þykir ljóst að það borgar sig ekki fyrir frambjóðendur að tala gegn honum. Trump er enn gífurlega áhrifamikill þegar kemur að kjósendum Repúblikanaflokksins og þeir sem tala gegn Trump tekst ekki að sigra prófkjör og missa jafnvel stuðning flokksins. Almenningi í Bandaríkjunum þykir Trump ekki hafa brugðist vel við faraldri nýju kórónuveirunnar, sé mark tekið af skoðanakönnunum.EPA/Doug Mills Til marks um það sagði Politico frá því nýverið að þingmenn flokksins hafi fengið minnisblað þar sem þeim var ráðlagt að hætta að verja Trump, varðandi viðbrögð hans við veirunni, og þess í stað einbeita sér að því að kenna Kínverjum um faraldurinn. Repúblikanar á þingi ítrekuðu fljótt eftir að fréttin var birt að þeir stæðu þétt við bakið á Trump. Telja að ástandið verði betra í nóvember Einn viðmælandi Washington Post innan Repúblikanaflokksins segir stöðuna ekki góða. Öll umræðan snúist að Trump og það sé slæmur staður fyrir Repúblikana að vera á. Hins vegar muni það ekki vara að eilífu. Repúblikanar eru nefnilega bjartsýnir á að staða þeirra muni skána til muna þegar Bandaríkin, og heimurinn, færast aftur í fyrra horf og efnahagurinn tekur kipp, eins og þeir búast við á næstu sex mánuðum. Það er þó alfarið óljóst hvert framhaldið verður. Nú eru minnst 79.528 dánir í vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og er talið að þeim muni fjölga talsvert á næstu vikum og mánuðum. Þá stendur til að slaka á viðmiðum varðandi félagsforðun og takmörkunum víða og er óttast að þannig muni smitum fjölga hraðar. Kosið um 35 sæti Kosið verður um 35 öldungadeildarsæti í nóvember og eru Repúblikanar að verjast í 23 þeirra. Susan Collins í Maine og Thom Thillis í Norður-Karólínu eru í hvað verstri stöðu og þar að auki telja sérfræðingar Repúblikanaflokksins nánast öruggt að Cory Gardner muni tapap sæti sínu í Colorado. Demókratar hafa þar að auki beint sjónum sínum að Arizona en Demókratar munu án efa tapa minnst einu sæti. Það er sæti Doug Jones í Alabama. Demókrötum hefur einnig vaxið ásmegin í Montana þar sem frambjóðandi flokksins hefur verið að saxa á fylgi Steve Daines, þingmanns Repúblikanaflokksins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10. maí 2020 23:51 Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. 9. maí 2020 21:07 Sérfræðingum ýtt til hliðar Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. 7. maí 2020 12:17 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10. maí 2020 23:51
Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. 9. maí 2020 21:07
Sérfræðingum ýtt til hliðar Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. 7. maí 2020 12:17