Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 19:00 Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira