Einhverf og synjað um skólavist Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2020 11:30 Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Kópavogur Reykjavík Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun