Fær hvorki 650 þúsund krónurnar né iPhone-símann til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 09:24 Lögregla lagði hald á fjármuni manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira