Íbúðalán mokast út enda fjör á fasteignamarkaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 09:55 Fasteignamarkaðurinn er á fullu gasi ef eitthvað er að marka tölur HMS. Vísir/Vilhelm Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira